Dísa í leikriti

Hæ,

Stutt skilaboð hérna. Dísa var að leika í leikriti í kvöld og stóð sig með prýði. Svo dönsuðu krakkarnir á eftir við harmonikkuundirleik. Ofsalega skemmtilegt.
Leikritið fjallaði um músagrey í leit að öruggum stað til að búa. Mikil og merk skilaboð.

Allir stóðu sig vel.

Að öðru þá sit ég hérna klukkan 10 að kvöldi og virðist bara alls ekki komast úr þeim farvegi að vinna á kvöldin. Ég er bara miklu betri þegar ró færist yfir. Ég geri fastlega ráð fyrir að ég fari þessa leið þá 22 daga sem eftir eru.
Staðan lítur bara nokkuð vel út. Ég er reyndar bara búinn að skrifa ca. 7% af nýtilegu efni, en mun líklega fara langt með þetta í næstu viku og svo munu síðustu síðurnar væntanlega taka eitthvað lengri tíma.

kveðja í bili.

Arnar Thor

Ummæli

Sara sagði…
Já, kvöldin er án efa besti tíminn til að vinna.... kannski af því maður er lengi að vakna og komast í gang heheh :)

Baráttukveðjur frá Svíþjóð

Vinsælar færslur